Wenger mun gera tilboð í Benzema

Benzema er enn á ný orðaður við Arsenal.
Benzema er enn á ný orðaður við Arsenal. AFP

Eins og æv­in­lega eru bresk­ir fjöl­miðlar iðnir við kol­ann í slúður­frétt­um um fé­laga­skipti knatt­spyrnu­manna í blöðunum þar ytra. Hér má sjá yf­ir­lit yfir helstu slúður­sög­urn­ar sem voru á kreiki á kaffi­stof­um á Bret­lands­eyj­um um helgina.

Manchester United ætla að bjóða Ashley Young nýjan þriggja ára samning, með möguleika á árs framlengingu. Young hefur verið orðaður við Tottenham og Liverpool en virðist ætla að halda kyrru fyrir á Old Trafford. (Daily Star)

Manchester United ætla að nota 22 milljónir punda af 44,5 milljón punda kaupverðinu á Angel Di Maria til Paris Saint Germain til þess að kaupa Pedro Rodriguez frá Barcelona. Louis van Gaal segir að Pedro sé síðasta pússlið sem hann vantar til þess að berjast af fullum krafti um sigur í ensku úrvalsdeildinni. (Daily Star)

Crystal Palace eru áhugasamir um að fá Fabricio Coloccini til liðs við sig, en Newcastle hefur hug á því að halda argentínska varnarmanninum í sínum röðum. (Daily Star)

Hinn 33 ára gamli Fabricio Coloccini hefur tjáð framkvæmdastjóra Newcastle, Steve McClaren að hann vilja enda ferilinn á St James' Park. (Daily Mail)

Varnarmaðurinn Yohan Benalouane mun ganga til liðs við Leicester City þrátt fyrir að hafa gefið það út að hann vilji ekki yfirgefa Atalanta. Kaupverðið er talið vera 5,6 milljónir punda. (Daily Star)

Stillian Petrov fyrrum fyrirliði Aston Villa segir að samlandi sinn, framherjinn Dimitar Berbatov, sem er án samnings sé í viðrðum við forráðamenn Aston Villa um að ganga til liðs við félagið. (Daily Express)

Real Madrid eru að velta vöngum yfir því hver muni fylla skað Karim Benzema ákveði hann að ganga til liðs við Arsenal. Sergio Aguero leikmaður og Alvaro Morata og Fernando Llorente leikmenn Juventus eru undir smásjá forráðamanna Real Madrid. (Daily Express)

Áðurnefndur Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, er efstur á óskalista Arsene Wenger, framkvæmdastjóra Arsenal. Wenger er talinn hafa lagt til hliðar 50 milljónir punda sem nota á til þess að tryggja sér þjónustu Benzema. (Daily Mail)

Dieter Hecking, þjálfari Wolfsburg er sannfærður um að Kevin De Bruyne muni vera áfram hjá félaginu fremur en að ganga til liðs við Manchester City sem hefur sýnt mikinn áhuga á Belganum. (Daily Mail)

Forráðamenn Lyon eru í viðræðum við kollega sína hjá Manchester United um viðskipti á brasilíska bakverðinum Rafael og hafa gert sjö milljón punda tilboð í leikmanninn. (Daily Mail)

Franski miðvallarleikmaðurinn Yann M’Vila mun gangast undir læknisskoðun hjá Sunderland í dag og félagið er einnig við það að ganga frá lánssamningi á miðvallarleikmanninum Leroy Fer sem er á mála hjá Queens Park Rangers. (Daily Mirror)

Hinn ungi og efnilegur kantmaður Liverpool, Sheyi Ojo, mun fara verða lánaður út tímabilið til Wolves sem leikur í Championship deildinni. (Daily Mirror)

Ronald Koeman, framkvæmdastjóri Southampton hefur lagt fram átta milljón punda tilboð í hollenska varnarmanninn Virgil van Dijk sem leikur með Celtic. (Daily Mirror)

Enski landsliðsframherjum Charlies Austin sem sló í gegn með Queens Park Rangers sem féll niður í Championship deildina síðasta vor mun að öllum líkindum yfirgefa félagið á næstu dögum. (BBC) 

Liverpool hefur áhuga á að festa kaup á rússneska vængmanninum Denis Cheryshev frá Real Madrid og ætla að gera 14,9 milljón punda tilboð í leikmanninn. (Daily Telegraph)

Forráðamenn Tottenham eru í viðræðum við forráðamenn Villarreal með það fyrir augum að selja Roberto Soldado til Spánar. Forráðamenn Tottenham vilja fá 11 milljón punda fyrir þennan fyrrum leikmann Valencia. (Sun)

Hull mun ganga frá tveimur félagaskiptum í dag. Hægri bakvörðurinn Moses Odubajo gengur til liðs við Hull frá Brentford fyrir 3,5 milljónir punda og Chuba Akpom, framherji hjá Arsenal, kemur til Hull á láni út tímabilið. (Sun)

West Ham hafa áfrýjað höfnun á atvinnuleyfi fyrir mexíkóska landsliðsmanninn Raul Jiminez. Forráðamenn West Ham hafa samið forráðamenn Atletico Madrid um lánssamning á leikmanninum en hinn 24 ára gamli Mexíkói uppfyllir ekki þau skilyrði sem þarf til þess að fá vegabréfsáritun. (Sun)

Manchester City munu samþykka tæplega 15 milljón punda tilboð í Edin Dzeko frá Roma.

Newcastle United vonast eftir því að ganga frá kaupum á framherjanum Ivan Toney, leikmanni Northampton fyrir 300.000 pund. Áætlað er að Toney gangist undir læknisskoðun í dag og í kjölfarið verði gengið frá félagaskiptum leikmannsins til Newcastle United. (Times)

David Gold, annar eiganda West Ham United segir að félagið ætli að reyna að klófesta kamerúnska miðvallarleikmanninn Alex Song sem er á mála hjá Barcelona. (Evening Standard)

Gary Monk, framkvæmdastjóri Swansea, segir að félagið sé enn að reyna að losa sig við spænska framherjann Michu sem á enga framtíð hjá félaginu. (South Wales Evening Post)

Roberto Martinez, framkvæmdastjóri Everton, telur að félagið muni ná að halda miðverðinum John Stones þrátt fyrir áhuga frá Chelsea. (Liverpool Echo)


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert