Chicharito búinn að skrifa undir í Þýskalandi

Javier Hernandez er farinn frá Englandi.
Javier Hernandez er farinn frá Englandi. AFP

Manchester United lét annan leikmann fara frá sér í dag, en mexíkóski framherjinn Javier Hernández, Chicharito, hefur yfirgefið félagið og gengið til liðs við Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Áður hafði Adnan Januzaj verið lánaður til Dortmund í sömu deild.

Kaupverðið er ekki gefið upp, en Hernández skrifar undir þriggja ára samning við þýska félagið. Hann var á síðustu leiktíð lánaður til Real Madrid á Spáni, en hann gekk til liðs við United fyrir fimm árum frá Guadalajara í heimalandinu.

Á tíma sínum hjá United skoraði hann 59 mörk í 157 leikjum og hann ensku úrvalsdeildina tvívegis, en hann á að baki 74 landsleiki fyrir Mexíkó þar sem hann hefur skorað 40 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert