Berahino vildi komast til London

Saido Berahino er í fýlu.
Saido Berahino er í fýlu. AFP

Saido Berahino, framherji enska knattspyrnuliðsins WBA, er gríðarlega pirraður eftir að WBA neitaði að selja hann í félagskiptaglugganum. Forráðamenn félagsins ætla að setjast niður og ræða við leikmanninn sem sagði meðal annars að hann ætlaði aldrei aftur að spila með WBA.

Berahino var afar ósáttur við stjórnarformann WBA, Jeremy Peace, eftir að liðið hafnaði nokkrum tilboðum frá Tottenham í leikmanninn. Peace var ekki ánægður með tilburði Tottenham og sagði að þeim hefði tekist að rugla Berahino.

„Ég sagði þeim að það væri ekki á dagskránni hjá okkur að selja Berahino svona seint í félagskiptaglugganum. Við þurfum núna að reyna að lágmarka skaðann vegna þessa máls,“ sagði Peace við heimasíðu WBA eftir að félagskiptaglugginn lokaði í gærkvöldi.

Berahino verður sektaður fyrir að tjá sig um málið á twitter. Umrætt tíst má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert