Moyes hafnaði Sunderland

David Moyes hefur ekki starfað á Englandi síðan hann hætti …
David Moyes hefur ekki starfað á Englandi síðan hann hætti með Manchester United. EPA

Sunderland er í leit að nýjum knattspyrnustjóra eftir að félagið horfði á eftir Dick Advocaat um helgina.

David Moyes er einn þeirra sem Sunderland hefur haft samband við, samkvæmt frétt Daily Mail, en Skotinn ákvað að hafna félaginu og halda áfram sem stjóri Real Sociedad á Spáni.

Það er ekki bara Moyes sem hefur sagt nei við Sunderland því Sam Allardyce, fyrrverandi stjóri West Ham, kveðst ekki hafa áhuga. Samkvæmt Daily Mail er þó hugsanlegt að honum snúist hugur. Sean Dyche, stjóri Burnley, sagði sömuleiðis nei.

Leitin stendur því enn yfir hjá Sunderland sem er án sigurs í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert