„Ég er kannski sá eðlilegi“

Jürgen Klopp á fréttamannafundinum í morgun.
Jürgen Klopp á fréttamannafundinum í morgun. AFP

Jürgen Klopp nýráðinn knattspyrnustjóri Liverpool, sem þessa stundina situr fyrir svörum fréttamanna, var tjáð að José Mourinho hafi kallað sig hinn sérstaka þegar hann var ráðinn til Chelsea á sínum tíma.

„Ég vil ekki lýsa mér en ég er algjörlega eðlilegur náungi. Ég er kannski sá eðlilegi? Ég fékk frábært tækifæri að stýra liði Dortmund í sjö ár og nú er ég hér. Enska úrvalsdeildin er ein sú erfiðasta í heimi. Aðeins eitt lið getur orðið meistari en fimm, sex eða sjö lið gætu það. Við verðum að þróa leik liðsins og þetta er góður tímapunktur til þess.

Ég er fullkomlega afslappur núna. Ég er búinn að vera í fjögurra mánaða fríi og er bara í mínu besta formi,“ sagði Klopp en fyrsti leikur Liverpool undir hans stjórn er á móti Tottenham á White Hart Lane um næstu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert