Gerrard varð fyrir vonbrigðum í sumar

Steven Gerrard er svekktur að Alli gekk ekki til liðs …
Steven Gerrard er svekktur að Alli gekk ekki til liðs við Liverpool. AFP

Fyrrverandi fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard, varð fyrir miklum vonbrigðum í sumar þegar hans gömlu félagar í Liverpool sömdu ekki við Dele Alli. Miðjumaðurinn ungi, sem er 19 ára gamall, hefur farið á kostum með Tottenham á tímabilinu.

Alli hefur verið líkt við Gerrard, sem segir miðjumanninn unga betri en þegar hann var 19 ára. „Hann er með meiri reynslu en ég hafði á hans aldrei. Hann græddi á því að leika með MK Dons þar sem hann spilaði mikið með aðalliðinu,“ sagði Gerrard.

Alli kom til Tottenham í sumar frá MK Dons sem leikur í ensku C-deildinni. Þar lék hann 62 deildarleiki og skoraði í þeim 18 mörk.

„Ég varð fyrir vonbrigðum þegar Liverpool náði ekki að klófesta Alli. Ég bjóst ekki við öðru en að hann væri leikmaður sem Liverpool myndi reyna að lokka til sín, sérstaklega í ljósi þess að ég var á síðustu bensíndropunum“ bætti Gerrard við.

Alli hefur komið við sögu í 10 leikjum Tottenham á tímabilinu og skorað í þeim tvö mörk. Auk þess spilaði hann sína fyrstu A-landsleiki fyrir England og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar England sigraði Frakkland á dögunum.

Alli fagnar fyrsta landsliðsmarki sínu sem hann skoraði gegn Frökkum …
Alli fagnar fyrsta landsliðsmarki sínu sem hann skoraði gegn Frökkum fyrir 10 dögum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert