„Við erum ekki að leita að markverði

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool er ánægður með Simon Klopp markvörð …
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool er ánægður með Simon Klopp markvörð liðsins. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í hádeginu í dag. Blaðamannafundurinn var haldin í tilefni af leik Liverpool gegn Southampton í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins sem fram fer annað kvöld.

Klopp kvað þar niður þær sögusagnir sem hafa verið í fjölmiðlum þess efnis að Liverpool væri að leita að nýjum markverði. 

„Mér þykir leitt að þurfa að blása á sögusagnir ykkar um að við ætlum að kaupa markvörð í janúar. Rætt hefur verið um að við ætlum að kaupa markvörð úr þýsku deildinni og markvörð Stoke. Það er hins vegar fjarri sannleikanum,“ sagði Klopp um sögusagnir um að Liverpool kaupi nýjan markvörð í janúar.

„Simon Mignolegt er einn klókasti og besti markvörður sem ég hef þjálfað og ég hef þjálfað þá nokkra undanfarin ár. Hann er enn ungur og er viljugur til þess að læra og bæta sig. Ég er ánægður með markvarðarstöðuna hjá Liverpool eins og sakir standa og hyggst ekki gera breytingar á þeim málum,“ sagði Klopp enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert