Þurfti einhvern eins og Klopp

Lovren er ánægður með Klopp.
Lovren er ánægður með Klopp. AFP

Króatíski varnarmaðurinn Dejan Lovren telur að hann sé loksins búinn að sanna að hann eigi heima hjá Liverpool. 18 mánuðir eru síðan Lovren gekk til liðs við Liverpool frá Southampton en leikur hans hefur batnað til mikilla muna síðan Jürgen Klopp tók við liðinu í október.

„Stuðningsmennirnir sjá mig núna í nýju ljósi. Ég held að þeir séu farnir að átta sig á því hvers ég er megnugur og sjái eftir því sem þeir sögðu á síðasta tímabili,“ sagði Lovren við fjölmiðla í heimalandinu.

„Hins vegar er Liverpool stórt félag og fólk gerir væntingar til leikmanna þannig að menn geta átt von á gagnrýni,“ bætti Lovren við og hrósaði Klopp í hástert fyrir hans þátt í bættum leik Króatans.

„Ég þurfti á einhverjum eins og Klopp að halda, til að ýta við mér og styðja mig. Ég er til í að berjast fyrir hann, og liðið, til enda.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert