Johnson ekki með gegn Manchester United

Adam Johnson.
Adam Johnson. AFP

Sunderland mun ekki tefla fram Adam Johnson í leiknum gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn.

Johnson játaði fyrir rétti í gær að hafa brotið kynferðislega gegn 15 ára stúlku en leikmaðurinn játaði tveimur ákæruliðum af fjórum.

Breskir fjölmiðlar fullyrða að Sam Allardyce knattspyrnustjóri Sunderland ætli ekki að velja Johnson í leikmannahópinn en það var fyrir tæpu ári síðan sem Johnson var handtekinn vegna kynferðismálsins og var í kjölfarið settur í bann af Sunderland en því banni var svo aflétt 16 dögum síðar.

Johnson hefur leikið með Sunderland frá árinu 2012 en félagið keypti hann frá Manchester City fyrir 10 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert