Sturridge þráir að spila reglulega

Daniel Sturridge, framherji Liverpool, þráir að spila reglulega með liðinu.
Daniel Sturridge, framherji Liverpool, þráir að spila reglulega með liðinu. AFP

Daniel Sturridge, framherji Liverpool, lét knattspyrnustjóra sinn, Jürgen Klopp, vita af því í viðtali við SkySports á dögunum að hann þráði að tryggja sér sæti í byrjunarliði Liverpool og spila heila leiki reglulega.

Sturridge kom ekkert við sögu í fyrri leik Liverpool gegn Villareal í undanúrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöldið og hefur einungis tekið þátt í þremur af síðustu sjö leikjum Liverpool. 

„Fólk veit það kannski ekki en ég er leikmaður sem vil spila hverja einustu mínútu í öllum leikjum og það er erfitt að taka því að vera ekki í byrjunarliðinu eða vera tekinn af velli. Mig langar að vera inni á vellinum í hverjum leik og spila allan leikinn,“ sagði Sturridge í viðtalinu.

„Mér líður vel og líkaminn er kominn á þann stað að geta leikið marga leik í röð án þess að meiðast. Ég er því reiðubúinn að byrja alla leiki fyrir liðið. Ég er verulega metnaðarfullur og hungraður í árangur. Mig langar að hjálpa til við að vinna titla með Liverpool,“ sagði Sturridge enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert