Geðshræring hjá Gary Lineker

Gary Lineker á leik Leicester City og Manchester United á …
Gary Lineker á leik Leicester City og Manchester United á Old Trafford á dögunum. AFP

Óhætt er að segja að geðshræring hafi gripið um sig hjá sjónvarpsmanninum geðþekka Gary Lineker í gærkvöldi og má glögglega sjá á færslum hans á Twitter. 

Lineker sem er fyrrverandi landsliðsmiðherji Englendinga sló í gegn á sínum tíma með Leicester City og hefur ekki farið leynt með á BBC í vetur að hann heldur með liðinu. Lineker hóf sinn meistaraflokksferil með liðinu árið 1978 og lék með því til ársins 1985. Skoraði hann 95 mörk fyrir félagið í 194 leikjum. 

Toppbaráttan í ensku úrvalsdeildinni var svolítið snúin fyrir Lineker þegar á leið því hann lék einnig lengi með Tottenham Hotspur. Skoraði hann 67 mörk fyrir liðið í 105 leikjum á árunum 1989 - 1992. Lék hann þar með ekki ómerkari mönnum en Guðna Bergssyni. Þar til í gærkvöldi var Tottenham eina liðið sem gat komið í veg fyrir að Leicester yrði enskur meistari en það tókst ekki. Í gærkvöldi lenti Lineker í þeirri klemmu að þurfa að vonast eftir því að Tottenham ynni ekki Chelsea.

Lineker minntur á nærbuxurnar

Meðfylgjandi má sjá geðshræringu Linekers á Twitter í gærkvöldi en hann lét meðal annars þau ummæli falla að sigur Leicester í deildinni sé mesta sjokk sem hann hafi orðið vitni að í íþróttunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert