Ranieri er þriðji Ítalinn sem vinnur deildina

Claudio Ranieri er þriðji ítalski knattspyrnustjórinn sem vinnur ensku úrvalsdeildina …
Claudio Ranieri er þriðji ítalski knattspyrnustjórinn sem vinnur ensku úrvalsdeildina sem knattspyrnustjóri. AFP

Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Leicester, er áttundi knattspyrnustjórinn sem stýrir liði til sigur í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett að laggirnar snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Af þessum átta eru þrír Ítalir.

Auk Ranieris hafa landar hans Carlo Ancelotti og Roberto Mancini einu sinni hvor unnið ensku úrvalsdeildinni í stóli þjálfara.

Sir Alex Ferguson er sigursælastur knattspyrnustjórna. Hann vann úrvalsdeildina þrettán sinnum með Manchester United. Jose Mourinho hefur unnið ensku úrvalsdeildina þrisvar sinnum eins og Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Kenny Dalglish og Manuel Pellegrini hafa einu sinni hvor orðið enskir meistarar sem stjórar knattspyrnuliða eftir að enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert