Everton kaupir Koeman

Ronald Koeman.
Ronald Koeman. AFP

Enska knattspyrnuliðið Everton hefur náð samkomulagi við Southampton þess efnis að knattspyrnustjórinn Ronald Koeman taki við stjórn Everton.

Everton borgar Southampton fimm milljónir punda en Koeman hefur verið við stjórnvölinn hjá Southampton síðustu tvö tímabil. Undir hans stjórn hefur suðurstrandarliðinu vegnað vel en það hafnaði í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.

Koeman tekur við Everton af Roberto Martinez. Hann tók við Everton árið 2013 og lofaði stuðningsmönnum liðsins sæti í Meistaradeild Evrópu. Það gekk þó ekki eftir en Everton hafnaði í 11. sæti deildarinnar í vetur og Martinez var rekinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert