Jaap Stam mættur í enska boltann á ný

Jaap Stam.
Jaap Stam. AFP

Hollendingurinn Jaap Stam, sem lék um tíma með Manchester United, er snúinn aftur til Englands. Í þetta sinn sem knattspyrnustjóri.

Staam var í dag kynntur sem nýr þjálfari Reading sem leikur í ensku B-deildinni. Hann var síðast í þjálfarateymi Ajax í heimalandinu en þetta verður hans fyrsta staða sem knattspyrnustjóri. Hann skrifaði undir tveggja ára samning.

Staam lék með Man. Utd árin 1998-2001 og var meðal annars hluti af liðinu sem vann þrennuna árið 1999. Hann á að baki 67 leiki með hollenska landsliðinu en lagði skóna á hilluna árið 2007.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert