Tinder-skandall skekur dómaraheiminn

Stefnumótaforritið Tinder er vinsælt um þessar mundir.
Stefnumótaforritið Tinder er vinsælt um þessar mundir.

Enski knattspyrnudómarinn Connor Mayes hefur verið bannaður frá afskiptum af knattspyrnu í þrjú ár fyrir að búa til falska aðganga á stefnumótaforritið Tinder í nafni þriggja kvenkyns knattspyrnudómara. 

Mayes daðraði við karlmenn á stefnumótaforritinu undir nafni kvenkyns dómaranna sem vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar karlmenn höfðu samband við þá með það fyrir augum að bjóða þeim á stefnumót.

Dómararnir sem um ræðir eru allir frá héraðinu Hampshire í suðurhluta Englands, en kvenkyns dómararnir sem urðu fyrir barðinu á hrekk Mayes eru Amy Robinson, Paula Wyatt og Lucy Oliver. Sú síðastnefnda dæmdi úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í kvennaflokki í vor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert