Mun hann vinna deildina með Arsenal?

Fer Vardy til Arsenal eða heldur hann kyrru fyrir hjá …
Fer Vardy til Arsenal eða heldur hann kyrru fyrir hjá Leicester? AFP

Fyrrverandi knattspyrnukappinn Emile Heskey hvetur enska landsliðsmanninn Jamie Vardy til að halda kyrru fyrir hjá Englandsmeisturum Leicester. 

Arsenal gerði 20 milljóna punda tilboð í Vardy, sem Leicester varð að samþykkja. Leicester bauð sóknarmanninum nýj­an samn­ing í von um að hann yrði um kyrrt hjá Eng­lands­meist­ur­un­um. Var­dy þarf því að ákveða hvort hann samþykki samn­ingstil­boð Arsenal eða Leicester City og vill leikmaður­inn bíða þar til EM í Frakklandi er liðið.

„Hann ætti að halda kyrru fyrir hjá Leicester. Hann ætti að skrifa undir fjögurra ára samning við liðið en þá gæti hann orðið goðsögn hjá félaginu,“ sagði Heskey sem lék sjálfur með Leicester á sínum knattspyrnuferli.

„Hann hefur unnið ensku úrvalsdeildina, mun hann gera það hjá Arsenal? Þegar allt er tekið saman þá er hann dýrkaður og dáður hjá Leicester, hann kann vel við borgina og borgin kann vel við hann,“ bætti Heskey við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert