Everton á höttunum eftir Gylfa

Gylfi lék vel með Íslandi á EM í Frakklandi.
Gylfi lék vel með Íslandi á EM í Frakklandi. mbl.is/Skapti

Ronald Koeman, nýráðinn knattspyrnustjóri enska liðsins Everton, vill fá landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson í sitt lið.

Samkvæmt frétt The Telegraph er Everton að undirbúa 25 milljóna punda tilboð í landsliðsmanninn sem hefur leikið með Swansea undanfarin tvö tímabil og staðið sig með mikilli prýði.

Steve Walsh var í vikunni ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton en bæði hann og Koeman hafa áður lýst yfir áhuga á Gylfa. Þeir félagar leggja mikla áherslu á að fá Gylfa til Liverpool-borgar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert