Liverpool krækir í gamlan ref

Alex Manninger með Liverpool treyjuna í höndunum eftir að hafa …
Alex Manninger með Liverpool treyjuna í höndunum eftir að hafa skrifað undir samning við félagið. Ljósmynd / liverpoolfc.com

Liverpool heldur áfram að þétta raðir sínar fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla, en félagið hefur skrifað undir samning við austurríska markvörðinn Alex Manninger sem kemur til félagsins á frjálsri sölu. 

Manninger er 39 ára gamall var samningslaus eftir að hafa yfirgefið herbúðir Augsburg í vor, en hann skrifar undir samning við Liverpool sem gildir út leiktíðina. Manninger endurnýjar nú kynni sín við ensku úrvalsdeildina, en hann var á mála hjá Arsenal á árunum 1997-2002.

„Eftir vera mínu í Ítalíu og síðustu fjögur ár í Þýskalandi var ég alls ekki sestur í helgan stein og mig langaði að halda áfram. Ég beið eftir því að eitthvert félag myndi hafa samband,“ sagði Manninger i samtali við fjölmiðla eftir undirskriftina. 

Ef ég á hins vegar að vera fullkomlega hreinskilinn þá kom það mér á óvart að vera boðið að æfa með Liverpool. Þegar Liverpool hafði samband þá var það óvænt ánægja og þetta er einmitt það sem ég óskaði mér á þessum tímapunkti,“ sagði Manninger enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert