Pogba færist nær Manchester United

Paul Pogba, leikmaður Frakklands, í úrslitaleik EM 2016 gegn Portúgal.
Paul Pogba, leikmaður Frakklands, í úrslitaleik EM 2016 gegn Portúgal. AFP

Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, ýjaði að því í viðtali við Skysports sem birtist í dag að franski landsliðsmaðurinn Paul Pogba gæti verið á förum frá félaginu til Manchester United á næstu dögum. 

„Pogba er leikmaður Juventus eins og staðan er núna, en við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér hjá honum. Félögin eiga í viðræðum þessa stundina og við sjáum hvað setur,“ sagði Allegri í samtali við Skysports.

Talið er að Manchester United þurfi að greiða 85 milljónir punda fyrir þennan fyrrverandi leikmann sinn, en heimildir Skyports herma að Pogba hafi nú þegar samið við Manchester United um kaup og kjör.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert