Dulin skilaboð Pogba

Paul Pogba og Patrice Evra leika saman hjá Juventus.
Paul Pogba og Patrice Evra leika saman hjá Juventus. AFP

Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu franska miðjumannsins Paul Pogba hjá Juventus en Manchester United og Real Madrid hafa verið á höttunum eftir honum síðustu vikur. Hann birti áhugaverð skilaboð á Instagram-síðu sinni í dag.

Pogba gekk til liðs við Juventus frá Manchester United sumarið 2012 en hann kom til ítalska félagsins á frjálsri sölu. Hann fékk lítið sem ekkert að spreyta sig hjá United og ákvað hann því að reyna fyrir sér á Ítalíu.

Nú fjórum árum síðar er hann einn verðmætasti leikmaður heims og hefur þegar afrekað að vinna ítölsku deildina, bikarinn og fékk þá silfur á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar.

Manchester United og Real Madrid eru að berjast um að fá kappann í sínar raðir en það mun kosta félögin 100 milljónir punda. Hann yrði því dýrasti leikmaður heims en hann birti dulkóðuð skilaboð á Instagram-síðu sinni í dag.

Hann birti mynd af sér og ítalska umboðsmanninum, Mino Raiola, þar sem þeir eru yfirvegaðir á sundlaugarbakka í Miami en undir myndinni segir „Við segjum allt sem segja þarf með því að segja nákvæmlega ekki neitt.“

Er Pogba á leið frá Juventus? Fer hann til Manchester United eða Real Madrid? Það er erfitt að segja en þessi mynd mun klárlega gera umræðuna meira spennandi en hún er nú þegar.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BIS0MNajPP4/" target="_blank">En disant rien on a tout dis 👊🏿 we say it all by saying nothing at all #holidays</a>

A photo posted by Paul Labile Pogba (@paulpogba) on Jul 25, 2016 at 11:09am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert