Schweinsteiger gert að skipta um skáp

Bastian Schweinsteiger á blaðamannafundi í desember.
Bastian Schweinsteiger á blaðamannafundi í desember. AFP

Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger þurfti að hreinsa úr skápnum sínum hjá aðalliði Manchester United og færa dótið sitt í skáp hjá varaliðinu samkvæmt þýska blaðinu Bild

Eftir að José Mourinho var ráðinn knattspyrnustjóri Manchester United hefur verið orðrómur um að Schweinsteiger sé ekki í plönum Mourinhos fyrir komandi tímabil og þurfi að finna sér annað félagslið í sumar. Hann var ekki í leikmannahópi liðsins þegar það mætti tyrkneska liðinu Galatasaray í vináttuleik á dögunum. 

Schwein­steiger gekk til liðs við United fyr­ir ári en kom ein­ung­is við sögu í 13 leikj­um í ensku úrvals­deild­inni á síðasta tíma­bili. Hann tilkynnti nýverið að hann væri hættur þátttöku með þýska landsliðinu. Hann lék 120 lands­leiki og skoraði 24 mörk og var fyr­irliði eftir að Þýska­land varð heims­meist­ari fyr­ir tveim­ur árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert