FA kærir Gray fyrir Twitter-færsluna

Andre Gray fagnar öðru markinu í 2:0 sigri Burnley á …
Andre Gray fagnar öðru markinu í 2:0 sigri Burnley á Liverpool um helgina. AFP

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að kæra framherjann Andre Gray sem er á mála hjá úrvalsdeildarliðinu Burnley fyrir fordómafull skrif á samfélagsmiðlinum Twitter árið 2012. Þetta staðfestir Knattspyrnusambandið á heimasíðu sinni. 

Gray, sem er 25 ára gam­all, samdi við Burnley á síðasta ári, en hann átti stór­an þátt í því að koma liðinu aft­ur upp í ensku úr­vals­deild­ina. Not­end­ur á Twitter fundu gamla færslu frá 2012 þar sem Gray úthúðar sam­kyn­hneigðu fólki og seg­ir því að brenna og deyja.

Í færslunni sem hefur nú verið eytt af Twitter stóð:

„Is it me or are there gays everywhere? #Burn #Die #MakeMeSick.“

Gray hefur frest til 31. ágúst til að svara kærunni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert