Stórsigur Liverpool - Agüero skoraði tvö gegn Swansea

Leikmenn Liverpool fagna fyrra marki sínu í dag sem Adam …
Leikmenn Liverpool fagna fyrra marki sínu í dag sem Adam Lallana skoraði. AFP

Liverpool valtaði yfir yfir Hull og Gylfi Þór Sigurðsson lék í tapliði Swansea gegn ógnarsterku liði Manchester City þegar sex leikir fóru fram kl. 14 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Liverpool valtaði yfir Hull á Anfield í dag þar sem lokatölur urðu 5:1. Adam Lallana kom Liverpool yfir á 17. mínútu og á 30. mínútu skoraði James Milner úr víti. Var það mikill vendipunktur í leiknum sem þó var í raun aldrei spurning hvernig myndi fara, þar sem Ahmed Elmohamady fékk að líta rauða spjaldið er hann varði boltann á línu með hönd sinni eftir skot frá Philippe Coutinho.

Liverpool gekk á lagið og Sadio Mané skoraði þriðja mark þeirra í fyrri hálfleik. David Meyler veitti Hull smá von með marki í upphafi síðari hálfleiks, 3:1, en Coutinho slökkti í þeim vonum mínútu síðar með marki úr langskoti. James Milner fór í annað skipti á vítapunktinn á 71. mínútu innsiglaði 5:1 sigur Liverpool.

Manchester City vann góðan 3:1 sigur á Gylfa Þór og félögum í Swansea.

Argentínumaðurinn Sergio Agüero skoraði tvívegis og kom Swansea í 1:0 á 9. mínútu og síðan í 2:1 á 65. mínútu. Fernando Llorente, framherjinn í liði Swansea jafnaði metin á 13. mínútu. Raheem Sterling innsiglaði sigur City á 77 mínútu. Gylfi Þór lék allan leikinn fyrir Swansea. Bakvörðurinn Aleksandar Kolvarov var rekinn af velli á 87. mínútu er hann fékk sitt síðara rauða spjald.

Í öðrum leikjum gerðu Stoke og WBA dramatískt jafntefli þar sem jöfnunarmark WBA sem Salomón Rondon gerði kom í uppbótartíma. Áður hafði fyrrverandi leikmaður Liverpool, Joe Allen komið Stoke yfir. 

Sunderland undir stjórn David Moyes ætlar ekki að takast að vinna sinn fyrsta sigur en liðið tapaði 3:2 gegn Crystal Palace eftir að hafa komist 2:0 yfir. Annar fyrrum leikmaður Liverpool, Christian Benteke, var hetja Palace og skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. 

Þá vann Tottenham 2:1 sigur á nýliðum Middlesbrough en bæði mörk gestanna frá Lundúnum skoraði Son á 7. og 23. mínútu. Ben Gibson minnkaði muninn í síðari hálfleik en lengra komst Boro ekki.

Að lokum vann Bournemouth góðan 1:0 sigur á Everton þar sem Junior Stanislas skoraði eina markið á 23. mínútu.

Swansea – Man City 1:3
Sunderland – Crystal Palace 2:3
Stoke – West Brom 1:1
Middlesbrough – Tottenham 1:2
Liverpool - Hull 5:1
Bournemouth – Everton 1:0

15:55 Leikjunum er lokið!

15:53 MARK! Ótrúlegt, Christian Benteke skorar þriðja mark Palace gegn Sunderland sem áður hafði komist 2:0 yfir! 

15:47 MARK! Dramatík! Salomón Rondón jafnar metin fyrir WBA gegn Stoke, staðan þar 1:1.

15:34 MARK! James McArthur jafnar metin fyrir Palace gegn Sunderland sem komst í 2:0 og Raheem Sterling skorar þriðja mark City gegn Swansea, staðan þar 3:1.

15:30 MÖRK! Milner skorar aftur úr vítaspyrnu fyrir Liverpool gegn Hull þar sem staðan er 5:1. Joe Allen, fyrrum leikmaður Liverpool, kemur Stoke yfir gegn WBA, staðan þar 1:0.

15:23 MARK! Sergio Aguero kemur City yfir á ný gegn Swansea! Staðan 2:1.

15:21 MARK! Boro að minnka muninn gegn Tottenham. Ben Gibson með markið, staðan 1:2, Boro á heimavelli.

15:20 MARK! Adam var ekki engi í paradís þar sem Joe Ledley minnkar muninn strax fyrir Palace. Staðan 2:1.

15:19 MARK! Jermaine Defoe kemur Sunderland í 2:0 gegn Palace!

15:10 MARK! Á sömu mínútu slekkur Coutinho í vonum Hull með sínu fyrsta marki! Leikur á varnarmann Hull fyrir utan teig, tekur skrefið til hægri og smellir boltanum í fjær. 

15:10 MARK! Hull minnkar muninn! David Meyler með markið eftir hornspyrnu. 

15:04 Síðari hálfleikur hafinn!

14:49 Hálfleikur.

14:38 Mark! Jermain Defoe kemur Moyes og félögum í Sunderland yfir gegn Palace.

14:36 MARK! Leikmenn Liverpool leika á als oddi. Sadio Mané kemur þeim í 3:0 með skoti úr teignum þar sem hann fékk nægan tíma til að snúa eftir undirbúning frá Adam Lallana.

14:29 MARK og RAUTT! James Milner kemur Liverpool í 2:0 með marki úr vítaspyrnu. Eftir snögga sókn Liverpool nær Philippe Coutinho skoti á markið sem Ahmed Elmohamady virtist reyna að verja með hönd sinni. Hann fékk reisupassann fyrir það.

14:23 Mörk! Son skorar sitt annað mark fyrir Tottenham og kemur liðinu í 2:0 gegn Boro. Þá er Bournemouth komið yfir gegn Everton, 1:0 með marki frá Junior Stanislas.

14:18 MARK! Loksins brast stíflan. Adam Lallana kemur Liverpool yfir gegn Hull eftir undirbúning frá Philippe Coutinho. Þessi leikur hefur verið einstefna frá upphafi í átt að marki Hull. Hvað gera tígrarnir núna?

14:14 MARK! Fernando Llorente jafnar metin á 13. mínútu fyrir Svanina með góðu skoti. Þeir hafa ekki gefist upp! Staðan 1:1.

14:08 MARK! Sergio Aguero búinn að koma City yfir gegn Gylfa og félögum í Swansea, staðan 0:1. Afar vont fyrir Swansea og enn verra fyrir ítalska stjórann Francesco Guidolin sem verulega heitt er undir um þessar mundir.

14:07 MARK! Heung-min Son scorer fyrir Tottenham og kemur liðinu yfir gegn nýliðum Boro en stoðsendinguna átti Vincent Janssen.

14:00 Leikirnir eru farnir af stað!

Fyrir leik:  Byrjunarliðin má sjá hér að neðan. Gylfi Þór er að sjálfsögðu á sínum stað og þá er Simon Mignolet kominn á bekkinn hjá Liverpool í stað Loris Karius sem stóð sig einkar vel gegn Derby County í vikunni.

Swansea:Fabianski, Rangel, van der Hoorn, Amat, Naughton, Fer, Britton, Cork, Routledge, Sigurdsson, Llorente
Man. City: Bravo, Sagna, Otamendi, Stones, Kolarov, Fernandinho, Gundogan, Silva, De Bruyne, Sterling, Aguero

Sunderland: Pickford, Manquillo, van Aanholt, Kone, Djilobodji, Kirchhoff, Cattermole, Ndong, Januzaj, Pienaar, Defoe
C. Palace: Mandanda, Ward, Delaney, Tomkins, Kelly, Ledley, McArthur, Puncheon, Cabaye, Townsend, Benteke

Stoke City: Grant; Johnson, Shawcross, Martins Indi, Pieters; Cameron, Allen, Whelan; Arnautovic, Bony, Shaqiri.
WBA: Foster; Dawson, McAuley, Evans, Nyom; Phillips, Fletcher, Yacob, McClean; Chadli; Rondon.

Middlesbrough: Valdes, Barragan, Chambers, Gibson, Friend, De Roon, Clayton, Stuani, Ramirez, Downing, Negredo
Tottenham: Lloris, Walker, Vertonghen, Alderweireld, Davies, Wanyama, Sissoko, Alli, Eriksen, Son, Janssen. 

Liverpool: Karius, Clyne, Matip, Klavan, Milner, Henderson, Wijnaldum, Lallana, Coutinho, Mane, Firmino
Hull: Marshall, Elmohamady, Livermore, Davies, Robertson, Diomande, Clucas, Huddlestone, Mason, Snodgrass, Hernandez.

Bournemouth: Boruc, Francis, Smith, Daniels, Cook, Ibe, Stanislas, Wilshere, Arter, Surman, Wilson
Everton: Stekelenburg, Oviedo, Jagielka, Williams, Coleman, Gueye, Barry, Bolasie, Barkley, Mirallas, Lukaku

Jordi Amat í baráttunni við Sergio Aguero framherja City í …
Jordi Amat í baráttunni við Sergio Aguero framherja City í dag. AFP
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea fá Manchester City …
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea fá Manchester City í heimsókn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert