Aron skoraði í sigri Cardiff

Aron Einar Gunnarsson skoraði í dag.
Aron Einar Gunnarsson skoraði í dag. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Aron Einar Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu fyrir Cardiff er hann kom liðinu á bragðið gegn Nottingham Forest í 2:1 sigri liðsins í ensku B-deildinni. Auk Arons voru fjölmargir Íslendingar í eldlínunni í deildinni í dag.

Með sigrinum í dag heldur þar með áfram gott gengi Cardiff og sér í lagi Arons sem hefur komið sterkur inn í liðið að undanförnu eftir að hafa hrisst af sér meiðsli.  

Eftir sex töp í sjö leikjum hefur liðið nú unnið tvo leiki af síðustu þremur. Lyfti Cardiff sér einnig í leiðinni upp úr fallsæti en liðið hefur 15 stig í 20. sæti deildarinnar.

Í öðrum leikjum lék Ragnar Sigurðsson allan leikinn í 1:0 tapi Fulham gegn Aston Villa.

Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn í 1:0 sigri Wolves, liðinu hans, á Leeds.

Þá unnu Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Bristol, Blackburn, 1:0.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert