Pedro hjó nærri meti Eiðs Smára

Pedro fagnar eftir að hafa skorað eftir 29 sekúndur.
Pedro fagnar eftir að hafa skorað eftir 29 sekúndur. AFP

Chelsea komst yfir eftir aðeins 29 sekúndur gegn Manchester United í stórleiknum í ensku úrvalsdeildinni sem nú er í gangi.

Þetta er fljótasta markið í ensku úrvalsdeildinni það sem af er á þessu tímabili. Þetta er jafnframt fljótasta mark Chelsea í úrvalsdeildinni síðan þann 21. febrúar 2004. Þá skoraði Eiður Smári Guðjohnsen eftir aðeins 27 sekúndur gegn Arsenal.

Leikur Chelsea og Manchester United er í beinni textalýsingu hér á mbl.is sem opna má HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert