Ranieri einn þriggja efstu

Claudio Ranieri stýrði Leicester City óvænt til enska meistaratitilsins tímabilið …
Claudio Ranieri stýrði Leicester City óvænt til enska meistaratitilsins tímabilið 2015-16. AFP

Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester City, er einn þeirra þriggja sem koma til greina í kjörinu á þjálfara ársins í heiminum árið 2016 hjá FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandinu, sem lýst verður í Zürich 9. janúar.

Auk Ítalans standa eftir í karlaflokki þeir Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, og Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgals. Einn þeirra  verður krýndur þjálfari ársins í heiminum árið 2016.

Þeir sem féllu út í kosningunni, urðu á eftir þessum þremur, voru Chris Coleman, Didier Deschamps, Pep Guardiola, Jürgen Klopp, Luis Enrique, Mauricio Pochettino og Diego Simeone.

Í kvennaflokki standa eftir þær Jill Ellis, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, Silvia Neid, sem var landsliðsþjálfari Þýskalands þar til í ágúst, og Pia Sundhage, landsliðsþjálfari Svíþjóðar. Fjórar komu áður til greina en sú fjórða var Vera Pauw, landsliðsþjálfari Suður-Afríku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert