Bestir gegn toppliðunum

Leikmenn Liverpool fagna marki.
Leikmenn Liverpool fagna marki. AFP

Liverpool er með bestan árangur í innbyrðisviðureignum sex efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni en liðin sex hafa slitið sig nokkuð frá öðrum liðum í deildinni.

Liverpool hefur náð að innbyrða 11 stig út úr fimm leikjum á móti keppinautunum. Chelsea hefur fengið 9 stig úr sex leikjum, Manchester City hefur fengið 6 stig úr fimm leikjum, Tottenham 6 stig úr sex leikjum og Arsenal og Manchester United 5 stig úr fimm leikjum.

Liverpool hefur hins vegar þurft að sjá á eftir 12 stigum í leikjum á móti Burnley, Southampton, Bournemouth, West Ham og Sunderland sem liðinu tókst ekki að vinna.

Chelsea hefur aðeins tapað tveimur stigum á móti hinum 14 liðum í deildinni en liðið gerði jafntefli á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum hans í Swansea í september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert