Liverpool var liðið sem varðist

José Mourinho var temmilega sáttur við jafntefli.
José Mourinho var temmilega sáttur við jafntefli. AFP

José Mourinho segir að leikur lærisveina sinna hjá Manchester United gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hafi verið spennandi fyrir alla sem fylgdust með en að gæðin hafi ekki verið með mesta móti.  

Manchester United náði að tryggja sér jafntefli með marki Zlatan Ibrahimovic í lokin eftir að James Milner hafði komið Liverpool yfir úr víti í fyrri hálfleik. 

„Þetta var spennandi leikur, líka fyrir þá hlutlausu. Þetta var spennandi fram að síðustu sekúndu en það voru samt ekki mikil gæði í leiknum. Við náðum ekki að sýna okkar besta leik.“

„Þeir voru sniðugir og tóku sér sinn tíma og þeir vita hvernig á að spila fótbolta og stjórna tilfinningunum sínum í leiknum.“

Mourinho segir að sitt lið hafi sótt í leiknum og að Liverpool hafi varist. 

„Við vorum liðið sem sótti í leiknum og Liverpool var liðið sem varðist. Ég naut þess að fylgjast með leiknum en það var leiðinlegt að ná ekki í þrjú stig,“ sagði Portúgalinn að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert