Swansea bætir við miðjumanni

Paul Clement knattspyrnustjóri Swansea er búinn að fá þrjá nýja …
Paul Clement knattspyrnustjóri Swansea er búinn að fá þrjá nýja leikmenn. AFP

Swansea City, félag Gylfa Þórs Sigurðssonar, hefur keypt sinn þriðja leikmann í þessum mánuði en í dag gekk það frá kaupum á miðjumanninum Tom Carroll frá Tottenham.

Carroll er 24 ára  gamall, uppalinn hjá Tottenham, og var á sínum tíma fyrirliði enska 21-árs landsliðsins. Hann lék sem lánsmaður hjá Swansea tímabilið 2014-15 og er því öllum hnútum kunnugur hjá  félaginu. Carroll hefur leikið 24 leiki með Tottenham í úrvalsdeildinni en hefur einnig verið í láni hjá Orient, Derby og QPR á undanförnum árum. Í  vetur hefur hann aðeins komið við sögu í þremur leikjum með Tottenham.

Samkvæmt BBC er talið að kaupverðið á Carroll sé um 4,5 milljónir punda.

Auk Carrolls hefur Swansea keypt hollenska kantmanninn Luciano Narsingh frá PSV Eindhoven og sænska bakvörðinn Martin Olsson frá Norwich.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert