Matip má spila aftur fyrir Liverpool

Joel Matip, til vinstri, í leik með Liverpool gegn West …
Joel Matip, til vinstri, í leik með Liverpool gegn West Ham. AFP

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur gefið Liverpool grænt ljós á að nota Joel Matip á ný eftir að leikmaðurinn er sagður hafa neitað að spila með Kamerún í Afríkukeppninni.

Matip neitaði að spila með Kam­erún í úr­slita­keppni Afr­íku­móts­ins sem nú stend­ur yfir í Ga­bon, eft­ir að hafa verið val­inn í und­ir­bún­ings­hóp fyr­ir keppn­ina. Þar með þarf knatt­spyrnu­sam­band Kam­erúns að gefa Li­verpool heim­ild til að nota hann á meðan keppn­in stend­ur yfir og hún hafði ekki borist.

FIFA ætlaði að skoða málið sérstaklega og hefur nú kveðið upp sinn úrskurð. Ef hann hefði ekki fengið leyfi til þess að spila hefði Matip getað misst af sex til átta leikjum, eftir því hve langt Kamerún næði í úrslitakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert