Mason á góðum batavegi eftir aðgerðina

Samstuðið á milli Gary Cahill og Ryan Mason.
Samstuðið á milli Gary Cahill og Ryan Mason. AFP

Ryan Mason, leikmaður Hull, er á góðum batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð á höfði í kjölfar höfuðkúpubrots sem hann varð fyrir gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um liðna helgi.

Sjá frétt mbl.is: Leikmaður Hull er í lífs­hættu

Mason gekkst undir aðgerð í gær sem gekk vel, en hann lenti í samstuði við Gary Cahill og var fluttur af velli tengdur við súrefni. Fyrst var talið að hann gæti verið í lífshættu, en ástand hans varð fljótlega stöðugt.

„Hann mun áfram vera í strangri gæslu af starfsfólki St Mary‘s sjúkrahússins næstu daga, og þá mun læknateymi okkar vera í nánum samskiptum við lækna hans,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Þá er þess óskað að fjölskylda hans fái frið til þess að takast á við atvikið.

Sjá frétt mbl.is: Mason vaknaður eftir aðgerðina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert