„Hefur verið óheppinn“

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

Sir Alex Ferguson fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United segir að José Mourinho sé óheppinn að lið hans sé ekki að berjast um Englandsmeistaratitilinn.

United er í fimmta sæti deildarinnar eftir 27 leiki á fyrsta tímabilinu undir stjórn Mourinho og er 17 stigum á eftir forystusauðunum í Chelsea, sem að öllu óbreyttu landar titlinum í vor.

„Ég tel að José hafi staðið sig mjög vel en hann hefur verið óheppinn. Það hafa verið heimaleikir á þessu tímabili sem hafa verið alveg frábærir en hafa endað með jafntefli. Ef liðið hefði unnið þessa leiki þá væri engin spurning um það að liðið væri í titilbaráttunni,“ segir Ferguson, sem 13 sinnum gerði Manchester United að Englandsmeisturum.

Manchester United á tvo heimaleiki í röð. Liðið fær WBA í heimsókn á sunnudaginn og á þriðjudaginn tekur liðið á móti Everton.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert