Rooney búinn að leysa frá skjóðunni

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. AFP

Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, hefur átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili, bæði með félagsliði sínu sem og enska landsliðinu.

Bresku blöðin greina frá því í dag Rooney ku vera búinn að tjá liðsfélögum sínum að hann muni ekki leika með Manchester United á næstu leiktíð. Rooney er ósáttur við stöðu sína hjá Manchester-liðinu en hann hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í níu deildarleikjum á tímabilinu.

Síðasti leikur Rooney með United verður í júní þegar hann tekur þátt í ágóðaleik fyrir Michael Carrick en Rooney hafði vonast til að segja skilið við Manchester-liðið á betri nótum.

Rooney hefur ekki verið með í síðustu leikjum vegna meiðsla á ökkla en þessi 31 árs gamli sóknarmaður kom til Manchester United frá Everton árið 2004 og náði á síðasta ári að skrá nafn sitt í sögubækur félagsins með því að slá markamet Sir Bobby Charlton.

Rooney hafnaði tilboði í janúar um að fara til Kína en talið er líklegt að Bandaríkin verði hans næsti áfangastaður eða hann fari til uppeldisfélagsins síns, Everton.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert