Snýr Ranieri aftur í enska boltann?

Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri. AFP

Claudio Ranieri, sem stýrði Leicester til sigurs í ensku úrvalsdeildinni síðasta vor en var rekinn frá félaginu fyrr í vetur, gæti snúið aftur í deildina fyrir næsta tímabil.

Samkvæmt enska miðlinum SundayExpress mun Ranieri taka við liði Watford, en forráðamenn félagsins eru ekki sagðir sáttir við núverandi stjórann Walter Mazzarri. Þá er eigandinn Gino Pozzo sagður sérstaklega vonsvikinn með frammistöðuna á tímabilinu.

Það sem er sagt ýta undir orðróminn er að Ranieri er einnig góðvinur föður eigandans Pozzo, en sjálfur vill hann ekki tjá sig um málið á meðan Mazzarri er enn við stjórn.

Watford er í 10. sæti deildarinnar eftir 32 leiki með 40 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert