Fulham í umspil um úrvalsdeildarsæti

Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Fulham í dag.
Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Fulham í dag. Ljósmynd/fulhamfc.com

Fulham tryggði sér í dag sæti í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ein umferð er óleikin í B-deildinni en ljóst er að Sheffield Wednesday, Huddersfield, Reading og Fulham fara í umspilið um eitt laust sæti.

Fulham gerði 1:1-jafntefli við Brighton en varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Fulham. Leeds átti möguleika á því að ná Fulham en gerði 3:3-jafntefli við Norwich og er þremur stigum á eftir Fulham fyrir lokaumferðina.

Markatala Fulham er 13 mörkum betri og því ljóst að liðið fer í umspilið.

Einn Íslendingur kom við sögu í leikjum B-deildarinnar í dag en Jón Daði Böðvarsson lék síðustu 12 mínúturnar í 3:1-tapi Wolves gegn Derby. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert