City með augastað á Schmeichel

Kasper Schmeichel.
Kasper Schmeichel. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vill fá danska landsliðsmarkvörðinn Kasper Schmeichel frá Leicester City til liðs við sig í sumar en enskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag.

Schmeichel hefur átt góðu gengi að fagna með Manchester-liðinu en Daninn, sem er 30 ára gamall, var á mála City á árunum 2005 til 2009 þar sem hann lék átta leiki með liðinu en var lánaður til nokkurra liða meðan hann var samningsbundinn liðinu.

Guardiola er sagður vilja fá Schmeichel í stað Claudio Bravo en hann var fenginn til að leysa Joe Hart af hólmi fyrir tímabilið. Bravo hefur ekki staðið sig vel og óvíst er að Willy Caballero verði boðinn nýr samningur en samningur hans við félagið er að renna út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert