Hvað bíður leikmanna United?

Hinn 19 ára gamli Kasper Dolberg er gríðarlegt efni.
Hinn 19 ára gamli Kasper Dolberg er gríðarlegt efni. AFP

Á meðan athyglin hefur beinst að Manchester United í tengslum við úrslitaleikinn í Evrópudeild UEFA sem fram fer á Friends Arena í Solna, úthverfi Stokkhólms, í kvöld, hefur farið minna fyrir umræðu um árangur gamla stórveldisins frá Amsterdam, Ajax, sem verður andstæðingur United-manna.

Ajax var í fremstu röð í Evrópuknattspyrnunni frá 1970 til 1995 og varð á þeim árum fjórum sinnum Evrópumeistari, 1971, 1972, 1973 með Johan Cruyff í aðalhlutverki, og 1995, vann Evrópukeppni bikarhafa 1987, UEFA-bikarinn 1992, og vann álfukeppni Evrópu og Suður-Ameríku í tvígang, 1972 og 1995. Þá vann liðið leikina um Stórbikar Evrópu 1973 og 1995, ásamt því að vinna hann 1972 en þá var um óopinbera keppni að ræða.

Þó hefur Ajax ekki látið staðar numið heima fyrir og hefur frá 1995 orðið hollenskur meistari átta sinnum, síðast 2014, og bikarmeistari sex sinnum, síðast 2010. En félagið hefur ekki náð að halda í við stærstu keppinautana í Evrópu, enda er mun minna fjármagn til staðar hjá Ajax en hjá félögum á borð við Real Madrid, Barcelona, Juventus og Bayern München.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert