Ein milljón punda frá Manchester-liðunum

Manchester United og Manchester City hafa í sameiningu reitt fram 1 milljón punda, jafngildi 130 milljóna króna, í neyðarsjóðinn We Love Manchester, sem hefur verið stofnaður til að styðja við fórnarlömb sjálfsmorðssprengingarinnar sem átti sér stað við Manchester Arena á mánudagskvöldið.

22 létu lífið í ódæðinu og á sjötta tug manns slasaðist, þar af mörg börn og ungmenni.

Þá hefur Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, lagt fram 100 þúsund pund úr styrktarsjóði sínum til fórnarlamba árásarinnar og hefur hann hvatt fólk til að leggja fram fé til hjálpar þeim sem eiga um sárt að binda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert