Newcastle gefst upp á markverði

Matz Sels.
Matz Sels. Ljósmynd/Twitter

Newcastle United, sem verður nýliði í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, hefur lánað markvörðinn Matz Sels frá sér eftir aðeins eitt tímabil hjá félaginu. Belgísku meistararnir í Anderlecht hafa tryggt sér þjónustu hans á láni út næsta tímabil.

Sels er 25 ára gamall og kom til Newcastle frá Gent í Belgíu fyrir síðasta tímabil eftir að hafa verið valinn besti markvörður belgísku A-deildarinnar þar á undan. Hann náði hins vegar ekki að festa sig í sessi í ensku B-deildinni í fyrra og hefur nú snúið aftur til heimalandsins.

Sels var keyptur á um fimm milljónir punda og var hugsaður sem aðalmarkvörður Newcastle en missti sæti sitt strax í september og kom aðeins við sögu í fimm bikarleikjum eftir það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert