Tottenham mun græða verði Gylfi seldur

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Fari svo að Gylfi Þór Sigurðsson verði seldur frá Swansea til Everton fyrir 50 milljónir punda munu ekki bara Breiðablik, FH, Reading og Hoffenheim koma til með að hagnast á þeim félagaskiptum.

Breska blaðið Times greinir frá því að þegar Tottenham seldi Gylfa til Swansea fyrir þremur árum voru sett inn ákvæði í samninginn um að Tottenham fengi 10% af andvirði næstu sölu á leikmanninum. Tottenham mun því fá 5 milljónir punda en sú upphæð jafngildir 683 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert