Sánchez á að standa við samninginn sinn

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, vonast enn til að Alexis Sánchez verði áfram hjá félaginu eftir að félagsskiptaglugginn lokar. Sánchez á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal. 

Mesut Özil og Alex Oxlade-Chamberlain eiga einnig aðeins eitt ár eftir af samningum sínum við félagið en Wenger vonar að þeir verði áfram leikmenn félagsins. 

„Ég stend við það sem ég hef sagt, Sánchez verður áfram hjá Arsenal. Hann er enn með samning við félagið og hann á að standa við samninginn. Vonandi fárum við Sánchez, Özil og Chamberlain til að skrifa undir nýja samninga við Arsenal," sagði Wenger í samtali við BeinSport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert