Baulað á stjóra Birkis á Englandi

Steve Bruce er knattspyrnustjóri Aston Villa.
Steve Bruce er knattspyrnustjóri Aston Villa. AFP

Steve Bruce, knattspyrnustjóri Birkis Bjarnasonar hjá enska B-deildarfélaginu Aston Villa, segir að hann sé rétti maðurinn til þess að snúa slæmu gengi liðsins í rétta átt.

Villa hefur aðeins náð í eitt stig í fyrstu þremur leikjunum og eftir 2:1-tap fyrir Reading í gærkvöldi bauluðu stuðningsmennirnir á Bruce.

„Ég er rétti maðurinn í starfið, og ferill minn í deildinni segir það. Við höfum byrjað afleitlega en það er enn mjög löng vegferð eftir. Vonandi fæ ég tíma til þess að snúa hutunum við,“ sagði Bruce eftir leikinn.

Bruce hefur fjórum sinnum stýrt liði upp í ensku úrvalsdeildina, en Villa hefur aðeins unnið fjóra af 43 útileikjum sínum á síðustu tveimur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert