Af hverju fór Coutinho út af í hálfleik?

Philippe Coutinho með boltann í leiknum gegn Leicester í kvöld.
Philippe Coutinho með boltann í leiknum gegn Leicester í kvöld. AFP

Margir veltu því fyrir sér hvers vegna Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, skipti Brasilíumanninum Philippe Coutinho af velli í hálfleik í 2:0 tapi liðsins gegn Leicester í enska deildabikarnum í kvöld.

Liverpool réði lögum og lofum á vellinum í fyrri hálfleik með Coutinho í broddi fylkingar en án hans í síðari hálfleik missti Liverpool tökin á leiknum og Leicester gekk á lagið og skoraði tvö mörk.

„Þetta var ákveðið fyrir leikinn. Hann þarf á leikjum að halda en það var ekki gerlegt að láta hann spila í 90 mínútur, 60 eða 80. Þess vegna spilaði hann í 45 mínútur. Við þurfum að hafa hann í góðu standi og við getum ekki þrýst of mikið á hann. Phillipe var góður og hann er á áætlun,“ sagði Klopp eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert