Í lagi fyrir Manchester United - ekki Liverpool

Jürgen Klopp stýrir sínum mönnum í dag.
Jürgen Klopp stýrir sínum mönnum í dag. AFP

Það sást langar leiðir á Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, að hann var ekki ánægður með úrslitin gegn Manchester United í dag þar sem 0:0 urðu loktaölur í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool hefur aðeins unnið einn leik af síðustu átta og er sjö stigum á eftir United í toppsæti deildarinnar. Liverpool hefur 13 stig í 7. sæti.

Spurður um spilamennsku Manchester United í dag neitaði Klopp að gagnrýna hana en mörgum þótti lið United ansi varnarsinnað. „Það er alveg ljóst að Liverpool gæti ekki spilað svona en það er í lagi ef þú ert Manchester United,“ sagði Klopp.

Klopp var ánægður með frammistöðu sinna manna. “Þetta var góð frammistaða sem mé fannst verðskulda þrjú stig,” sagði Klopp.

„Þegar andstæðingurinn kemur inn í leikinn með jafn varnarsinnaða nálgun þá ertu ekki að fara að skapa 20 færi,“ sagði Klopp sem vildi fá víti er Philippe Coutinho féll innan teigs og sömuleiðis fannst honum að Romelu Lukaku hefði mögulega átt að fá rautt spjald eftir viðskipti sín við Dejan Lovren þar sem sá fyrrnefndi steig mögulega viljandi á Lovren.

„Stærsta áskorunin fyrir okkur er nú að missa ekki sjálfstraust. Það höfum við ekki gert. Við höldum áfram. Ég sagði það við strákana þegar þeir gengu í raðir Liverpool að þeir hefðu ekki valið auðveldu leiðina með því,“ sagði Klopp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert