Colemann hættir með Wales fyrir fallbaráttu

Chris Coleman.
Chris Coleman. AFP

Chris Coleman hefur sagt starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari Wales í knattspyrnu og verður kynntur til leiks sem nýr stjóri Sunderland um helgina.

Þetta herma heimildir Sky í kvöld, en ekkert hefur gengið hjá Sunderland á tímabilinu. Liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra en er á botni B-deildarinnar með 10 stig eftir 16 leiki.

Co­lem­an hef­ur verið landsliðsþjálf­ari Wales í um fimm ár og náði eft­ir­tekt­ar­verðum ár­angri á EM í Frakklandi á síðasta ári. Liðið komst þó ekki á HM í Rússlandi næsta sumar, en Coleman hef­ur áður verið knatt­spyrn­u­stjóri Ful­ham, Real Sociedad og Co­ventry, svo eitt­hvað sé nefnt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert