Nær Mourinho í annan leikmann Chelsea?

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

Ensku blöðin greina frá því í dag að José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sé með einn liðsmann Englandsmeistara Chelsea í sigtinu og ætli að reyna að fá hann þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

Leikmaðurinn sem um ræðir er brasilíski varnarmaðurinn David Luiz, sem lék undir stjórn Mourinho hjá Chelsea.

Hárprúði Brasilíumaðurinn er ekki sáttur í herbúðum Chelsea en hann er pirraður út í knattspyrnustjórann Antonio Conte sem setti Luiz út úr leikmannahópnum fyrir leikinn gegn Manchester United fyrir landsleikjafríið.

Luiz sneri aftur til Chelsea fyrir síðustu leiktíð en Lundúnaliðið fékk hann frá Paris SG og greiddi fyrir hann 34 milljónir punda.

Mourinho fékk Nemanja Matic frá Chelsea í sumar og það þótti mörgum afar undarlegt útspil hjá Chelsea en Serbinn hefur spilað sérlega vel með Manchester-liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert