Liverpool vill framlengja við Klopp

Núverandi samningur Jürgen Klopp við Liverpool gildir til ársins 2022.
Núverandi samningur Jürgen Klopp við Liverpool gildir til ársins 2022. AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool vill framlengja samning sinn við þýska knattspyrnustjórann Jürgen Klopp en það er umboðsmaður kappans, Marc Kosicke, sem greinir frá þessu. Klopp er samningsbundinn Liverpool til ársins 2022 en hann tók við liðinu af Brendan Rodgers í október árið 2015.

Liverpool endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 97 stig, einu stigi minna en Manchester City, á síðustu leiktíð og þá varð liðið Evrópumeistari undir stjórn Klopp en stjórinn hefur meðal annars verið orðaður við stjórastöðurnar hjá Juventus, Real Madrid og þýska landsliðinu að undanförnu.

„Jürgen lét einhvern tímann hafa það eftir sér að hann gæti vel tekið við þýska landsliðinu einn daginn ef Joachim Löw ákveður að stíga til hliðar,“ sagði umboðsmaður Klopp í samtali við þýska miðilinn Welt. „Það þýðir samt ekki að hann sé á förum frá Liverpool. „Hann hefur gert frábæra hluti hjá Liverpool og hann er hvergi nærri hættur. Félagið vill endursemja við hann á nýjan leik,“ sagði Marc Kosicke enn fremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert