Arteta tjáir sig um ákvörðun leikmannsins

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal.
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal. AFP/Patricia De Melo Moreira

Knatt­spyrnumaður­inn Ben White, varn­ar­maður Arsenal, hef­ur ekki spilað fyr­ir enska landsliðið síðan á HM 2022 í Kat­ar þegar hann yf­ir­gaf her­búðir liðsins.

Ben White gaf ekki kost á sér í síðasta landsliðsverkefni.

Yf­ir­lýst ástæða eft­ir HM 2022 voru per­sónu­leg­ar ástæður og greindu ensk­ir miðlar frá því að kast­ast hefði í kekki milli Whites og Steves Hol­lands, aðstoðarþjálf­ara enska landsliðsins.

Ben White í leik með Arsenal.
Ben White í leik með Arsenal. AFP/Paul Ellis

Er í hans höndum

Gareth Southgate, þjálfari Englands, hefur sagt að Ben White sé velkominn til baka og að ákvörðunin sé í höndum leikmannsins. 

Spurður út í þetta á blaðamannafundi í dag sagði Arteta:

„Ég vona að hann sé tilbúinn að leika með landsliði sínu einn daginn. Það er í hans höndum.“

Ben White verður að öllum líkindum í byrjunarliði Arsenal sem heimsækir Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, páskadag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert