Gróðursettu tré fyrir hvert fellt tré innan leiksins

AFP

Rafíþróttasamtökin Guild Esports, sem eru í eigu David Beckham, héldu kolefnishlutlaust rafíþróttamót í leiknum Fornite. Mótið var haldið í samstarfi við Difference Makers og var þetta í fyrsta sinn sem kolefnishlutlaust mót er haldið í rafíþróttum.

Góðursettu tré í raunheiminum fyrir hvert fellt tré í leiknum

Fór mótið fram síðastliðna helgi, þar sem stærstu stjörnur Fortnite liðs Guild Esports ásamt efnishöfundum kepptu á móti leikmönnum akademíuliðs Guild Esports. 

Fyrir hvert tré sem fellt var í leikjum á mótinu, gróðursetti fyrirtækið Difference Makers tré í raunheiminum. Guild Esports tekur einnig fram að kolefnisfótspor mótsins var jafnað. 

Hvetja unga áhorfendur til að stuðla að sjálfbærni

Fyrirtækið Difference Makers hefur það að markmiði að vekja áhuga ungs fólks á vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði. Munu þeir í samstarfi við Guild Esports hafa unnið að því að hvetja unga áhorfendur til að stuðla að sjálfbærni með því að halda Fortnite-mót með slíkum markmiðum.

Einn af efnishöfundum Guild Esports, Georgina Nelson, segir að henni hafi fundist hugmyndin af kolefnishlutlausu móti verið frábær frá byrjun. Telur hún mikilvægt að tölvuleikjaspilarar noti þann vettvang sem þeir hafa til að framkvæma slíkar hugmyndir. 

Er möguleiki að halda slíkt mót á Íslandi?

Er þetta fyrsta kolefnishlutalausa mótið sem haldið hefur verið í rafíþróttum. Spennandi verður að sjá afleiðingar þess, og hvort að fleiri munu í kjölfarið halda slík mót. Hvernig væri hægt að halda slíkt mót á Íslandi?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert