Ferraribílarnir á toppnum

Räikkönen á ferð í Barcelona í dag.
Räikkönen á ferð í Barcelona í dag. ap

Ferrariliðinu óx ásmegin við bílprófanir í Barcelona í dag og voru Felipe Massa og Kimi Räikkönen í sérflokki hvað brautartíma varðar. Eftir misheppnaðan dag í gær vegna rafkerfisbilana sýndi liðið styrkleika sinn í dag.

Báðir lögðu mikla vegalengd að baki og ók Räikkönen sem svarar rúmlega tveimur keppnislengdum í brautinni í dag. Sýndist Ferrarifákurinn hraðskreiður í löngu lotunum.

Heikki Kovalainen hjá Renault átti sömuleiðis annasaman dag og setti þriðja besta tímann. Var hann eina ferðina enn hraðskreiðari en liðsfélaginn Giancarlo Fisichella.

Fernando Alonso hjá McLaren var rúmum sjö sekúndubrotum á eftir Massa. Minna fór fyrir BMW-liðinu í dag en í gær og varð Robert Kubica m.a. fyrir mótorbilun.

Niðurstaða akstursins í dag varð annars sem hér segir:

Röð Ökuþór Bíll Tími Hri.
1. Massa Ferrari 1:21.181 107
2. Räikkönen Ferrari 1:21.719 154
3. Kovalainen Renault 1:21.819 99
4. Alonso McLaren 1:21.901 63
5. Fisichella Renault 1:21.997 129
6. Hamilton McLaren 1:22.078 118
7. Kubica BMW 1:22.100 56
8. Trulli Toyota 1:22.227 96
9. Rosberg Williams 1:22.249 10
10. Wurz Williams 1:22.288 55
11. Montagny Toyota 1:22.476 96
12. Heidfeld BMW 1:22.618 92
13. Barrichello Honda 1:22.669 85
14. Button Honda 1:22.816 91
15. Webber Red Bull 1:22.916 83
16. Coulthard Red Bull 1:23.322 50
17. Davidson Super Aguri 1:23.969 97
18. Albers Spyker 1:24.425 108
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert